Forsendan að Íslendingar borgi

Gordon Brown.
Gordon Brown. Reuters

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði í fyrirspurnartíma í breska þinginu í gær, að það væri forgangsmál í uppgjöri vegna innlána á reikningum íslensku bankanna í Bretlandi, að Íslendingar stæðu við skuldbindingar sínar um innlánstryggingar.

„Það er forgangsmál að íslensk stjórnvöld borgi. Þess vegna eigum við í samningum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn  og önnur stjórnvöld um hversu hratt Ísland geti endurgreitt það tap, sem landið ber ábyrgð á," sagði Brown.

Forsætisráðherrann var sakaður um að standa í vegi fyrir því, að Christie sjúkrahúsið í Manchester fengi endurgreiddar þær 6 milljónir punda, sem það átti inni á íslenskum reikningum.

Brown sagðist hafa áhyggjur af Christie’s en bætti við að margir aðrir, bæði einstaklingar ogt stofnanir, hefðu orðið fyrir búsifjum þegar íslenska fjármálaeftirlitið greip inn í rekstur íslensku bankanna og skoða yrði mál sjúkrahússins í því ljósi. Hann féllst þó á að skoða það mál sérstaklega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK