Gjaldeyrismisvægi gæti eytt eigin fé bankanna

Hætta er á því að eigið fé bankanna geti horfið ef sá vandi sem gjaldeyrismisvægi í efnahagsreikningi bankanna veldur verður ekki leystur. Gylfi Magnússon segir í minnisblaði sínu að ljóst sé að hvorki sé hægt að ganga frá fjármögnun nýju bankanna né samningum við kröfuhafa fyrr en lausn liggi fyrir á því vandamáli sem gjaldeyrismisvægið veldur. Vandamálið stafar af því að stór hluti af eignum bankanna er í erlendri mynt en skuldir þeirra eru í krónum. Það skapar misvægi.

Ætla má að rúmir tveir þriðju hlutar af lánum íslenskra fyrirtækja séu í erlendri mynt. Þessi lán voru færð yfir til nýju bankanna þegar þeir voru stofnaðir og mynda þau þar eign í efnahagsreikningi þeirra. Í bönkunum standa innlán í íslenskum krónum á móti erlendu lánunum. Þau eru því skuldamegin í efnahagsreikningi bankanna.

Erlend útlán bankanna, þ.e. eignir þeirra, eru á kjörum sem miðast við millibankavexti með ákveðnu álagi. Það eru tekjurnar sem bankarnir hafa af útlánum þeirra í erlendri mynt. Innlánin, þ.e. skuldir bankanna, eru með íslenskum vöxtum. Þar sem vextir eru nú háir hér á landi eru bankarnir í raun að taka á sig neikvæðan vaxtamun þegar horft er til inn- og útlána. Ef krónan myndi styrkjast myndu eignir bankanna lækka í verði. Þess vegna gæti eigið fé bankanna verið í hættu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK