Það versta mögulega afstaðið

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. Reuters

Mögulega er það versta í íslensku efnahagslífi afstaðið og horfur gætu verið orðnar talsvert betri um næstu áramót. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli sérfræðinga á efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, þegar þeir kynntu nýja þjóðhagsspá ráðuneytisins fyrir árin 2009 til 2014 í morgun.

Í þjóðhagsspánni segir, að sveigjanleg aðlögun í efnahagslífinu hér á landi sé stryrkur. Raunlaun hafi lækkað og verðsamkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja sé með besta móti. Aukin eftirspurn erlendis muni hjálpa til og stuðla að fjölgun nýrra starfa.

Þá segir í spánni að nauðsynlegt sé að ljúka endurreisn bankakerfisins, aflétta höftum á gjaldeyrismarkaði og treysta fjárhagsstöðu ríkissjóðs. Heimilin hafi orðið fyrir fjárhagslegu áfalli en yfir 90% séu enn í launaðri vinnu. Aðgerðir, sem ríkisstjórnin hafi ákveðið fyrir heimilin, hjálpi fjölskyldum í vandræðum yfir erfiðasta hjallann. Þá sé mikilvægt að liðka fyrir fyrirtækjarekstri og styðja við fjárfestingaráform til að auka atvinnu.

Efnahagsskrifstofa fjármálaráðuneytisins spáir því að verðbólga hér á landi verði 10,2% á þessu ári, en hún lækki hins vegar hratt og verði að jafnaði 1,6% á næsta ári og 1,9% árið 2011. Hins vegar gerir skrifstofann ráð fyrir því að atvinnuleysið aukist á næsta ári frá því sem nú er og verði þá að jafnaði 9,6% en 9,0% í ár. Draga muni úr atvinnuleysinu á árinu 2011 og að það verði þá að jafnaði 7,5%. Þessu spáir skrifstofan þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir því að ráðist verði í álversframkvæmdir í Helguvík og stækkun álversíns í Straumsvík. Ef ekki yrði hins vegar ráðist í þessar framkvæmdir myndi atvinnuleysið verða um 0,5 prósentustigum meira á árinu 2010 og liðla 1 prósentustigi meira á árinu 2011.

Í þjóðhagsspánni kemur fram að eiginfjárhlutfall Íslendinga í íbúðarhúsnæði hafi að jafnaði verið á bilinu 60-70% á umliðnum árum. Nú er hins vegar áætlað að þróun fasteignaverðs á árunum 2008 og 2009 leiði til þess að eiginfjárhlutfallið lækki í u.þ.b. 44% í árslok.

Þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK