Aðalmeðferð í máli Baldurs lokið

Baldur Guðnason.
Baldur Guðnason. JIM Smart

Aðalmeðferð í máli Baldurs Guðnasonar, fyrrverandi forstjóra Eimskips, á hendur Eimskipafélaginu lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Krefst hann rúmlega 1,1 milljónar evra í vangoldin laun frá félaginu, en það eru um 190 milljónir króna á gengi dagsins í dag.

Eimskip hefur neitað að greiða honum þessa upphæð, sem kveðið var á um í starfslokasamningi, m.a. vegna þess að forsendur samningsins hafi reynst rangar. Eins og fram hefur komið afskrifaði Eimskip um níu milljarða króna hlut sinn í Innovate um mitt síðasta ár, en í febrúar sama ár var ljóst að forsendur fyrir kaupum Eimskipa á breska félaginu voru brostnar.

Stjórnin beri ábyrgð

Á móti telur Baldur að hann verði ekki gerður ábyrgur fyrir því að einstakar fjárfestingar, sem hann hafi ráðist í meðan hann var forstjóri, hafi komið verr út en áætlað var. Stjórn Eimskips beri ábyrgð á öllum fjárfestingum vegna verkaskiptingar stjórnar og stjórnenda. Hann eigi því skýlausan rétt á því að Eimskip greiði honum umsamin laun. Á móti launakröfu launþega geti Eimskip aldrei haft neinar kröfur til skuldajöfnuðar nema með samþykki launþega, þ.e. Baldurs.

Í samtali við mbl.is sagði lögmaður Baldurs, Sigurður G. Guðjónsson, að niðurstöðu væri að vænta á næstu vikum, en að öðru leyti gæti hann lítið tjáð sig um málið.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK