Er af gamla skólanum

Frá ársfundi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í kvöld.
Frá ársfundi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í kvöld. mbl.is/Golli

Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur og bankamaður, segir að honum lítist vel á það verkefni að setjast í stjórn Lífeyrissjóðs verzunarmanna. Meirihluti stjórnar VR ákvað á fundi fyrr í dag að skipta út þremur af fjórum fulltrúum félagsins í stjórn lífeyrissjóðsins.

„Það þarf að horfast í augu við raunveruleikann og stilla hlutina af og svo þarf að endurheimta það sem tapaðist,“ segir Ragnar. „Ég hef fjölþætta reynslu úr bankakerfinu, og er auðvitað spenntur að takast á
við stjórnun lífeyrissjóðs og vona að reynsla mín nýtist. Ég tek hins vegar fram að ég er af gamla skólanum og legg áherslu á gömul gildi og
hefðir og siði.“

Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í kvöld var vel sóttur, liðlega 300 manns mættu á fundinn. Fundurinn var lokaður fréttamönnum en samkvæmt viðtölum blaðamanns við fundargesti var nokkuð tekist á í almennum umræðum.

Ragnar Önundarson
Ragnar Önundarson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK