Peningastefnunefnd í klemmu

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. mbl.is/Ómar

Greining Íslandsbanka segir ljóst, að peningastefnunefnd Seðlabankans sé á milli tveggja elda þegar hún tekur ákvörðun um stýrivexti bankans á morgun.

Bæði Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa krafist þess að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir verulega og segja  það  forsendu fyrir kjarasamningum. Seðlabankinn sé þá í þeirri stöðu, að ef hann lækkar vexti lítið á morgun kunni það að veikja stöðuna í kjarasamningunum enn frekar og bankinn vilji án efa forðast að uppsögn kjarasamninga og erfiðleika á vinnumarkaði í kjölfarið.

„Á hinum vægnum er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn með væntanlega ákvörðun sína um frekari lánafyrirgreiðslur til landsins og sína afstöðu um að ekki séu forsendur til að lækka vexti frekar nú. Þannig er peningastefnunefnd bankans á milli tveggja elda og spurningin sú hversu sjálfstæð hún getur verið við þessar aðstæður í vaxtaákvörðun sinni," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK