Engin Icesave-greiðsla í 7 ár

Svavar Gestsson leiddi viðræður um lausn á Icesave-deilunni fyrir hönd …
Svavar Gestsson leiddi viðræður um lausn á Icesave-deilunni fyrir hönd Íslands. Kristinn Ingvarsson

Íslenska ríkið þarf ekki að byrja að greiða af höfuðstól láns sem Bretar veita því vegna Icesave deilurnar fyrr en eftir sjö ár. Heildarskuldbindingar Íslands vegna Icesave verða upp á 650 milljarða króna samkvæmt samkomulaginu og vextirnir 5,5 prósent á ári, samkvæmt heimildum mbl.is. Leggjast þeir við höfuðstólinn þessi sjö ár en verða ekki greiddir strax.

Á þessum sjö árum mun verða reynt að selja eignir Landsbankans upp í skuldina. Einnig munu heilbrigð útlánasöfn Landsbankans safna tekjum á þeim tíma, líkt og greint var frá í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag. Að þeim loknum mun síðan koma í ljós hversu stór hluti af höfuðstólnum muni lenda á íslenskum skattgreiðendum. Þá verður einnig sá möguleiki fyrir hendi að aðstæður á lánamörkuðum hafi breyst og að ríkinu bjóðist betri kjör annarstaðar en hjá Bretum.

Svavar Gestsson, formaður samninganefndar um Icesave-deiluna, kynnti þingflokkum stjórnmálaflokkanna þessa niðurstöðu í morgun. Málið var síðan tekið fyrir á fundi utanríkismálanefndar í dag. Heimildir vefútgáfu Morgunblaðsins herma að óánægju gæti innan hluta stjórnarandstöðunnar með þessa niðurstöðu. Nokkrir þingmenn vilja láta á það reyna hvort að íslenska ríkinu sé raunverulega skylt til að standa við þær skuldbindingar sem stofnað var til vegna Icesave-reikninganna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK