„Ekki ríkisstyrkur“

„Við erum ekki að veita ríkisstyrk,“ segir Hjördís Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, um skuld VBS fjárfestingabanka og Saga Capital við ríkissjóð. Skuld VBS nemur 26 milljörðum króna en skuld Saga Capital er 15 milljarðar króna.

Halldór Friðrik Þorsteinsson, framkvæmdastjóri HF Verðbréfa, sagðist í grein í Morgunblaðinu í gær telja að lánið væri dulbúinn ríkisstyrkur sem standist tæpast ríkisstyrkjareglur EES-samningsins. Hann segir að lánið beri 2% verðtryggða vexti, kjör sem öðrum bjóðast ekki.

Þegar þrengja tók um á lánsfjármörkuðum á síðasta ári störfuðu VBS og Saga Capital sem milliliður í fjármögnun viðskiptabankanna þriggja, en fjármagnið var sótt til Seðlabankans. Eftir að viðskiptabankarnir féllu sl. haust stóðu fjármálafyrirtækin tvö uppi með téðar skuldir gagnvart ríkinu, en lítil veð.

Hjördís segir að hlutverk ríkisins sé að hámarka eignir sínar (t.d. lán); lágir vextir voru boðnir fyrirtækjunum til þess að auka líkur á að endurheimta skuldina.

Ríkið eignaðist ekki hlut í fyrirtækjunum í stað skuldarinnar, því lán endurheimtast hraðar, að hennar sögn. Lánið er víkjandi og því er mögulegt að breyta því í hlutafé.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK