Egla á 15% upp í skuldir

Ólafur Ólafsson var aðaleigandi Eglu og móðurfélagsins Kjalar.
Ólafur Ólafsson var aðaleigandi Eglu og móðurfélagsins Kjalar. mbl.is/Árni Sæberg

Egla, félag Ólafs Ólafssonar, á 7,7 milljarða krónu kröfu á Kjalar, móðurfélags Eglu sem einnig er í eigu Ólafs. Kröfuhafar Eglu samþykktu í morgun nauðasamning félagsins. Í rökstuðningi með frumvarpi til nauðasamnings kom fram að annars gæti krafan á Kjalar tapast. Þau rök þykja haldlítil.

Tuttugu og fimm kröfuhafar Eglu höfðu mælt með því að nauðasamningurinn yrði lagður fram og samþykktur að því er fram kom í frétt Morgunblaðsins 7. apríl síðastliðinn.

Skuldir Eglu eru rúmir 8,3 milljarðar króna, á meðan áætlað verðmæti eigna félagsins nemur um 1,2 milljörðum króna, eða ca. 15% af skuldum.

Í röksemdum frumvarps til nauðasamninga kemur fram að ef Egla yrði gjaldþrota væru verulegar líkur á því að Kjalar yrði það einnig. Við það myndu aukast líkur á að skaðabótakröfum Kjalars á hendur gömlu bönkunum Kaupþingi og Glitni vegna óuppgerðra gjaldmiðlaskiptasamninga yrði ekki fylgt eftir.

Lögmenn sem Morgunblaðið ræddi við sögðu þessar röksemdir undarlegar. Þrotabú  Kjalars myndi taka við umræddum kröfum og það væri skylda skiptastjóra þrotabúsins að fylgja slíkum kröfum eftir. Því séu þau rök haldlítil að minni líkur séu á því að hægt verði að fylgja eftir bótakröfum við gjaldþrot Kjalars.

Í beiðni um heimild til nauðasamningsumleitana sem birt var í Kauphöllinni 2. apríl síðastliðinn kom eftirfarandi fram:

„Það frumvarp að nauðasamningi er fylgir beiðni þessari felur það í sér að almennir lánardrottnar fá 15% krafna sinna greiddar með reiðufé, annars vegar 10% innan 4ra vikna frá formlegri staðfestingu nauðasamningsins en hins vegar 5% innan 12 mánaða frá staðfestingu nauðasamnings. Þá felur frumvarpið í sér að lánardrottnar félagsins bíði niðurstöðu þeirrar málsókna sem Kjalar ehf. hyggst höfða á hendur gamla Kaupþings banka hf. og Glitni banka hf. Verði niðurstöður þeirra málsókna að einhverju leyti í þágu Kjalar myndast fjármunir sem munu greiðast til Eglu hf. Frumvarpið gerir ráð fyrir að allir fjármunir sem félagið muni eignast, umfram þau 15% krafna sem frumvarpið beinlínis lofar að lánardrottnum verði greiddar á næstu 12 mánuðum frá staðfestingu nauðasamnings, að frádregnum kostnaði við að halda félaginu á floti meðan beðið er, gangi til
lánardrottna, þar til kröfurnar eru að fullu greiddar, ef vel tekst til. “
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK