Tíu bankar borga til baka

Höfuðstöðvar Goldman Sachs í New York.
Höfuðstöðvar Goldman Sachs í New York. Reuters

Tíu bandarískir bankar, sem voru meðal þeirra sem fengur neyðarlán frá stjórnvöldum síðastliðinn vetur, hafa fengið heimild til að endurgreiða lán sín. Samtals munu bankarnir greiða 68 milljarða dollara í ríkissjóðs, eða um 8.700 milljarða króna.

Endurgreiðslurnar sem nú liggja fyrir eru um 10% af þeim fjármunum sem bandarísk stjórnvöld veittu til bankakerfisins í heild. Fjármálaráðuneytið hefur haldið utan um þessar greiðslur. Samkvæmt frétt CNN-fréttastofunnar hefur ráðuneytið greint frá því að tíu bankar muni nú endurgreiða lán sín, en ekki var hins vegar tekið fram hvaða bankar þetta eru. Í fréttinni segir að meðal þeirra banka sem hér um ræðir séu Goldman Sachs, JPMorgan Chase og American Express

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK