Álverð hækkar um 18% júní

Þorkell Þorkelsson

Álverð hefur hækkað talsvert það sem af er júnímánuði, segir greiningardeild Íslandsbanka.

Á markaði ríkja þó ákveðnar efasemdir um að hækkunin sé komin til að vera, bendir hún.

Við lokun markaða í London í gær stóð verð á gæðaáli í 1.674 dollurum á tonnið. Hefur álverð þar með hækkað um 18% frá upphafi mánaðar í dollurum talið, en frá áramótum nemur hækkunin 12%.

Meðal skýringa á hækkuninni er nefnt til sögunnar væntingar um að mörg stærstu hagkerfa heims taki að rétta úr kútnum á seinni hluta ársins, framleiðslugeta hafi verið minnkuð talsvert undanfarin misseri, álbirgðir hafi lækkað hjá ýmsum stórnotendum áls á borð við Japan og að minnkandi áhættufælni á fjármálamörkuðum hefur almennt stutt við hrávöruverð undanfarna mánuði, segir greiningardeildin.

Ýmsir sérfræðingar á markaði eru þó tortryggnir á undanfarna verðhækkun, ef marka má nýlegan pistil frá fréttaveitunni Reuters. Benda sérfræðingarnir  á að álbirgðir séu enn miklar á heimsvísu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK