SPRON sækir um slitameðferð

Bráðabirgðastjórn SPRON sótti í dag sótt um slitameðferð til Héraðsdóms Reykjavíkur. Bráðabirgðastjórn SPRON segir ljóst, að félagið uppfylli ekki lengur skilyrði laga fyrir áframhaldandi rekstri sem fjármálafyrirtæki.

Fjármálaeftirlitið ákvað 21. mars að taka yfir vald hluthafafundar og víkja félagsstjórn SPRON frá í heild sinni. Jafnframt var skipuð skilanefnd (nú bráðabirgðastjórn) fyrir SPRON, sem tók við öllum heimildum stjórnar.

Í tilkynningu segir, að bráðabirgðastjórn SPRON hafi, frá því hún var skipuð, unnið að því að framkvæma ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins og gætt að því að varðveita eignir félagsins og endurskipuleggja rekstur þess með hagsmuni kröfuhafa að leiðarljósi. Ljóst sé, að félagið uppfylli ekki lengur skilyrði laga fyrir áframhaldandi rekstri sem fjármálafyrirtæki og telji stjórn félagsins nauðsynlegt að óska eftir slitum á félaginu í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK