Novator selur 20,11% hlut í Amber Sports

Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson mbl.is/Kristinn

Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur selt 20,11% hlut sinn í finnska íþróttavörufyrirtækinu Amber Sports, samkvæmt frétt Reuters fréttastofunnar. Um er að ræða 14,7 milljónir hluta og voru þeir seldir á sjö evrur á hlut eða 102,9 milljónir evra, sem svarar til 18,4 milljarða íslenskra króna.

Er verðið um 15% undir lokaverði Amber Sports í finnsku kauphöllinni í gærkvöldi. Í morgun hafa hlutabréf Amber Sports lækkað um rúm 15% en það var SE Enskilda bankinn sem hafði umsjón með viðskiptunum í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK