Stýrivextir áfram 12%

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 12%. Er þetta í takt við væntingar markaðarins en Greining Íslandsbanka, hagfræðideild Landsbankans og IFS Greining spáðu óbreyttum vöxtum.

Bloomberg hafði eftir Franek Rozwadowski, talsmanni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), í gær að Seðlabanki Íslands ætti að láta stýrivexti standa í stað til að styðja við krónuna og styrkja gengi hennar. Tveir af þremur hagfræðingum sem Bloomberg leitaði til taldi að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum á meðan einn taldi að þeir yrðu lækkaðir í 11%. 

Aðrir vextir Seðlabankans eru einnig óbreyttir. Vextir á viðskiptareikningum í Seðlabankanum eru þannig áfram 9,5%. Klukkan 11 í dag mun seðlabankastjóri fara yfir ákvörðun peningastefnunefndar og svara spurningum fréttamanna. Fundurinn verður sendur út beint á vef Seðlabankans.

Væntingar um lækkun stýrivaxta Seðlabankans hafa verið miklar að undanförnu, ekki hvað síst af hálfu aðila vinnumarkaðarins, jafnt talsmanna atvinnurekenda sem verkalýðshreyfingarinnar. Frá síðasta vaxtaákvörðunardegi, í byrjun júnímánaðar, hefur gengi krónunnar hins vegar lækkað nokkuð. Það ýtir ekki undir stýrivaxtalækkun. Það sama á og við þróun verðbólgunnar, en hún jókst nokkuð í júnímánuði frá mánuðinum á undan, að því er fram kom í Morgunblaðinu í dag.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands: Gylfi Zoëga , Arnór Sighvatsson, Svein Harald …
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands: Gylfi Zoëga , Arnór Sighvatsson, Svein Harald Öygard formaður, Anne Sibert og Þórarinn G. Pétursson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK