Krónueign útlendinga minnkar

Skammtímaeignir erlendra krónueigenda hafa minnkað úr 330 milljörðum króna í …
Skammtímaeignir erlendra krónueigenda hafa minnkað úr 330 milljörðum króna í 260 milljarða mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Umtalsvert hefur dregið úr krónueign erlendra aðila hér á landi frá ársbyrjun eða um 70 milljarða króna. Þess ber að geta að langtímaeignir hafa aukist lítillega en aðallega hafa skammtímaeignir þó minnkað. Þetta kemur fram í Hagsjá, fréttabréfi hagfræðideildar Landsbankans.

Skammtímaeignir hafa minnkað úr 330 milljörðum króna í 260 milljarða. Fram kemur í Hagsjá að ljóst sé að verulega hafi dregið úr krónueign útlendinga, þó svo að mikillar óvissu gæti í þessu mati. Að mati Landsbankans virðist fremur vera að „óþolinmóða" fjármagnið hafi dregist saman, en ekki það „þolinmóða".

Bráðabirgðamat Seðlabankans á krónueignum erlendra aðila frá því í maí á þessu ári bendir til að um 40% heildareigna þeirra í verðbréfum og innstæðum í krónum séu í eigu aðila sem hafa verið flokkaðir sem „óþolinmóðir" erlendir fjárfestar. En það eru þeir fjárfestar sem vilja komast út úr landinu sem fyrst.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK