Þrotabú Samsonar gæti tekið fimm ár

Það gæti tekið allt að fimm ár að ljúka skiptum á þrotabúi Samsonar vegna stærðar og umfangs þrotabúsins og vegna eðlis eignanna, að sögn Helga Birgissonar skiptastjóra.

Lýstar kröfur í þrotabúið hafa lækkað og eru í dag um áttatíu milljarðar króna. Þýski bankinn Commerzbank og suðurafríski bankinn Standard eiga kröfur samtals upp á 52,2 milljarða króna.

Eignir þrotabúsins sem eru fastar í hendi eru hins vegar aðeins um 2,3 milljarðar. Þessi upphæð gæti þó hækkað því Samson er með kröfulýsingu í þrotabú Landsbankans í Lúxemborg, á hlutdeild í vogunarsjóði, eignarhlut í Novator Properties og eignarhlut í hafnarverkefni í Pétursborg í Rússlandi, auk fleiri eigna. Þrotabú Samsonar á einnig stóra kröfu á Eimskip og verður hluthafi í hinu nýstofnaða hlutafélagi um starfsemi Eimskips.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK