Fyrrverandi forstjórar Glitnis, Lárus Welding, og forveri hans, Bjarni Ármannsson, millifærðu hundruð milljóna króna af reikningum sínum í bankanum, skömmu fyrir hrunið. Þetta kemur fram í skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins Ernst og Young um Glitni. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV.
Þrjú endurskoðunarfyrirtæki voru eftir bankahrunið fengin til að rannsaka viðskiptabankana. Það kom í hlut Ernst og Young að skoða Glitni eftir að KPMG varð að segja sig frá verkinu. Skýrslurnar hafa ekki verið gerðar opinberar en fréttastofa RÚV hefur undir höndum hluta skýrslunnar um Glitni.
Lárus færði nánast allt af reikningum sínum í bankanum, 318 milljónir króna skömmu fyrir hrun bankans. Ernst og Young fann enga færslu beint frá Lárusi úr landi. KPMG, sem hóf rannsóknina á Glitni, fann hins vegar færslu til Bretlands á nafni eiginkonu Lárusar upp á 325 milljónir króna. Ernst og Young tekur fram að ekki sé vitað hvort peningarnir, sem millifærðir voru í nafni eiginkonu Lárusar, hafi komið af hans reikningum. En endurskoðendurnir mæla með því að Fjármálaeftirlitið fylgi málinu eftir.
Samkvæmt skýrslunni millifærði Bjarni 262 milljónir króna, í nokkrum færslum. Hæsta upphæðin, 85 milljónir, var millifærð 23. september, tæpri viku áður en bankinn var ríkisvæddur, að því er fram kom í fréttum RÚV.
Gunnar Gunnarsson:
Fjármunir fluttir úr landi; mikil traffík
Óskar Þorkelsson:
í fangelsi með þá báða tvo.. STRAX
Björn Indriðason:
GLÆPAMENN af verstu tegund !
Jenný Anna Baldursdóttir:
Hvíslað um landráðamenn
Gísli Foster Hjartarson:
Hyski!!
Arnþór Helgason:
Hreinn þjófnaður
Ólafur Ragnarsson:
Hvað er eiginlega í veginum ????
Skaz:
Svipta þá ríkisborgararétti...
Tóbías í Turninum:
Og hvað?
Guðrún María Óskarsdóttir.:
Hefur ríkisstjórn Samfylkingar og VG, kyrrsett eignir þeirra ?
Einar Þór Strand:
Getur verið að spunameistarar hafi komið að?
Einar Guðjónsson:
En ekki hvað ?
Bergur Thorberg:
Á kafi í kókaíni
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir:
Er ekki hægt að tattúera skömmina á þessa útrásarvíkinga?
Ómar Ragnarsson:
Að hafa alla í hendi sér, - "take the money …
Rakel Sigurgeirsdóttir:
Meðvituð aðferð
