Efndu ekki hlutafjárloforð

Ásgeir Margeirsson forstjóri GGE, Adam Wolfensohn og Ólafur Jóhann Ólafsson, …
Ásgeir Margeirsson forstjóri GGE, Adam Wolfensohn og Ólafur Jóhann Ólafsson, fyrrverandi stjórnarformaður GGE. Geysir Green Energy

Hlutafjáraukning hjá Geysi Green Energy var kynnt með pompi og prakt fyrir rétt rúmu ári en ekki hefur tekist að fá bandaríska fyrirtækið Wolfensohn & Co til að efna hlutafjárloforð sitt. Wolfensohn ætlaði að koma með 15 milljónir dala inn í GGE og nú standa deilur um það á milli félagsins og Wolfensohn hvort fjárfestarnir hafi getað hætt við. Viðskiptablaðið fjallar um málð í dag.

Um leið og tilkynnt var um aðkomu Wolfensohn var sagt frá aðkomu Ólafs Jóhanns Ólafssonar sem stjórnarformanns að GGE og fjárfestingu í því. Hún nam 10 milljónum dala en Ólafur Jóhann hefur síðan selt sinn hlut í félaginu og farið úr stjórn, samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK