Samson ehf. seldi aldrei hlut í bankanum

Samson ehf. var í eigu feðganna Björgólfs Thors og Björgólfs …
Samson ehf. var í eigu feðganna Björgólfs Thors og Björgólfs Guðmundssonar

Vegna fréttar í Morgunblaðinu laugardaginn 15. ágúst um að embætti sérstaks saksóknara kanni hvort stórir hluthafar í Landsbankanum hafi losað stöður í bankanum föstudaginn 3. október vilja fyrrum eigendur Samson ehf., sem átti ríflega 40% í bankanum, taka fram að félagið seldi aldrei hlutabréf í Landsbankanum.

Hins vegar gengu lánardrottnar Samson ehf. að veðum og seldu bréf í Landsbankanum á síðustu dögum fyrir hrun íslenska bankakerfisins án samþykkis og vitundar félagsins, að því er segir í athugasemd sem Björgólfur Thor Björgólfsson hefur sent frá sér.
 
 
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK