Bónusgreiðslur til Straumsmanna

Höfuðstöðvar Straums við Borgartún.
Höfuðstöðvar Straums við Borgartún.

Samþykki kröfuhafar Straums að halda rekstri bankans áfram munu starfsmenn fá árangurstengdar greiðslur, sem eru í hlutfalli við endurheimtur eigna. Þetta er samkvæmt endurreisnaráætlun sem kynnt var kröfuhöfum í byrjun ágúst.

Kröfuhöfum er í sjálfsvald sett hvort þeir samþykki áætlunina, endursemji eða fái nýtt fólk til að reka bankann.  Þeir geta líka hafnað því að fara í nauðasamninga, sett bankann í gjaldþrot og selt allar eignir hans  strax upp í kröfur.

Samkvæmt áætlun sem kynnt var kröfuhöfum nú í byrjun ágúst má gera ráð fyrir að 7% fáist upp í ótryggðar kröfur fari bankinn í gjaldþrotameðferð. Ákveði kröfuhafar að halda starfseminni áfram er gert ráð fyrir að 51% fáist upp í ótryggðar kröfur. Endanlegt hlutfall er þó háð aðstæðum á markaði, þróun gengis krónunnar og vaxtastigi.

Nafnlaust tölvupóstur hefur verið sendur á fjölmiðla í dag þar sem fram kemur að stjórnendur Straums leggi til að þeir fái milljarða í bónusgreiðslur og enn meira ef vel gengur. Mbl.is hefur ekki fengið þessar tölur staðfestar. Bréfritari segist vinna fyrir kröfuhafa Straums.

Stjórnendur vilja milljarða í bónus

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir