6 milljarða hagnaður Landsvirkjunar

Hagnaður Landsvirkjunar fyrstu sex mánuði ársins 2009 tæplega 47,3 milljónum dala eða um 6 milljörðum króna á núverandi gengi. Á sama tímabili á síðasta ári nam hagnaður Landsvirkjunar 83,5 milljónum dala. 

Handbært fé frá rekstri nam rúmlega 103,6 milljónum dala og eigið fé í lok tímabilsins nam rúmlega 1,4 milljörðum dala.

Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir, að horfur um rekstur Landsvirkjunar séu allgóðar fyrir allt árið 2009, einkum ef álverð haldist á því bili sem nú er en álverð hafi hækkað verulega frá því að það fór lægst í mars sl.  Gengisþróun og þróun álverðs muni þó sem fyrr ráða miklu um afkomu ársins.

Tekjur samstæðunnar námu 139 milljónum dala á tímabilinu en voru 239,6 milljónir dala á sama tímabili árið áður. Segir Landsvirkjun að þessi lækkun stafi einkum af lækkun álverðs, sem var mjög hátt á fyrri helmingi síðasta árs en lækkaði síðan hratt, og lækkun krónunnar gagnvart Bandaríkjadal Tekjulækkunin hafi minni áhrif á afkomu fyrirtækisins en ætla mætti vegna áhættuvarna. 

Tilkynning Landsvirkjunar

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK