Samkomulag um kaupauka bankastjóra

Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, á G20 fundinum.
Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, á G20 fundinum. Reuters

Fjármálaráðherrar G20-landanna hafa náð samkomulagi um að beita sér fyrir nýjum reglum sem fela í sér að kaupaukar stjórnenda banka verði tengdir langtímaárangri þeirra. Markmiðið er að koma í veg fyrir að kaupaukar stuðli að því að stjórnendurnir taki áhættu í von um skammtímagróða.

Samkomulagið náðist á fundi fjármálaráðherra G20, helstu iðnríkja heims og stórra þróunarlanda, í London í morgun. Samkvæmt tillögu ráðherranna verður kaupaukagreiðslum frestað í nokkur ár, eða þar til langtímaárangur starfa þeirra kemur í ljós. Í kaupaukasamningunum eiga að vera ákvæði um að skila beri greiðslunum ef ákvarðanir, sem virtust árangursríkar í fyrstu, reynast illa til lengri tíma litið.

Kaupaukarnir verða aðeins greiddir með hlutabréfum en ekki reiðufé, ef tillagan verður samþykkt. Stjórnendurnir hagnast því aðeins ef banka þeirra vegnar vel.

Frakkar höfðu lagt til að settar yrðu nýjar reglur um þak á laun og kaupauka stjórnenda bankanna. Bretar lögðust gegn þeirri tillögu og sögðu hana óframkvæmanlega.

Gert er ráð fyrir því að tillaga ráðherranna verði rædd á leiðtogafundi G20-landanna í Bandaríkjunum síðar í mánuðinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK