Ár frá falli Lehman Brothers

Ár er um þessar mundir líðið frá því bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman Brothers varð gjaldþrota en þeir atburðir eru almennt taldir hafa markað upphaf kreppu, sem reið yfir heiminn í kjölfarið og leiddi m.a. til hruns íslenska fjármálakerfisins. 

Ingimundur Friðriksson, þáverandi seðlabankastjóri, sagði m.a. í erindi sem birt var á heimasíðu Seðlabankans í febrúar, að með hruni Lehman Brothers  hafi örlög íslensku bankanna verið endanlega ráðin. Ekkert hefði getað bjargað þeim þegar þar var komið. 

Í kjölfar falls Lehman Brothers, sem var fjórði stærsti fjárfestingarbanki Bandaríkjanna og átti að baki 158 ára sögu, varð mikið umrót á fjármálamörkuðum og stjórnvöld um allan heim gripu til gríðarlega umfangsmikilla björgunaraðgerða til að hindra algert hrun fjármálafyrirtækja. Afleiðingarnar eru enn að koma í ljóst og hugmyndafræði á fjármálamörkuðum er öll í endurskoðun.

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, ætlar meðal annars af þessu tilefni að flytja ræðu í New York á þriðjudag þar sem hann fjallar um efnahagsmál.

Atburðarásin hófst helgina 13.-14. september á síðasta ári. Á föstudag hafði gengi hlutabréfa Lehman Brothers raunar lækkað um 13,5%. Ljóst var að bankinn var afar illa staddur vegna lausafjárskorts en hann tapaði gríðarlegum fjárhæðum á viðskiptum með svonefnd undirmálsfasteignaveðlán. Um helgina fóru fram miklar viðræður um hvernig bjarga mætti bankanum og finna honum nýjan eiganda. Það tókst ekki þar sem bandarísk stjórnvöld vildu ekki veita og aðfaranótt mánudags var ljóst, að Lehman Brothers yrði lýstur gjaldþrota.  

Þessar fréttir komu fjármálamörkuðum í opna skjöldu á mánudagsmorgun þar sem flestur bjuggust við falli bankans yrði afstýrt á síðustu stundu. Enn er deilt um hvort bjarga hefði mátt Lehman Brothers og afstýra fjármálakreppunni, sem fylgdi í kjölfarið. 

Það er hins vegar óumdeilt að vikan sem í hönd fór var afar erfið. Bandaríska tryggingafélagið AIG var næstum farið sömu leið og Lehman og víða um heim tók fólk út innistæður sínar úr bönkum og fjármálastofnunum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK