Auðæfi skruppu saman og milljarðamæringum fækkaði

Reuters

Fjármálakreppan olli því að fjármunir í sjóða- og eignastýringu skruppu saman í fyrsta sinn í um áratug. Ný rannsókn hefur leitt í ljós að auðæfin drógust saman um 11,7%, eða í 92,4 billjónir dala.

Samkvæmt rannsókn Boston Consolting Group á fjármunum og eignum í sjóða- og eignastýringu mun það taka um sex ár að menn fari að safna álíka  auði og þeir gerðu árið 2007. 

Fram kemur að Norður-Ameríka, þá sérstaklega Bandaríkin, hafi orðið fyrir þyngsta högginu. Samdrátturinn hafi numið 21,8%, í 29,3 billjónir dala. Þetta megi fyrst og fremst rekja til þess hve mikið verðfall varð á bandarískum hlutabréfamörkuðum í fyrra.

Ríki á borð við Sviss og eyjarnar í Karíbahafi urðu einnig fyrir höggi. Þar nam samdrátturinn 8%. Auðæfin námu 7,3 billjónum dala árið 2007 en voru orðin 6,7 billjónir dala árið 2008.

Talsmaður ráðgjafastofunnar segir að kreppan hafi dregið verulega úr trausti manna á fjármálastofnunum, og slíkt vantraust hafi ekki sést í langan tíma.

Þá hefur auðkýfingum, sem tóku miklar áhættur á meðan uppsveiflunni stóð, fækkað mikið. Milljarðamæringum á heimsvísu fækkaði úr 17,8% í 9%, að því er fram kemur í rannsókninni.

Evrópa og Norður-Ameríka urðu fyrir þyngsta högginu hvað þetta varðar. Þar nam samdrátturinn um 22%. Það eru þó enn 3,9 milljónir milljarðamæringa í Bandaríkjunum, en hvergi í heiminum eru þeir fleiri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK