Efstur á lista vogunarsjóða

Stjórnendur Boreas beina sjónum sínum nú að Noregi og veðja ...
Stjórnendur Boreas beina sjónum sínum nú að Noregi og veðja á styrkingu norsku krónunnar. mbl.is/Golli

Fjárfestingar íslenska vogunarsjóðsins Boreas Capital Fund hafa skilað 70 prósent ávöxtun það sem af er þessu ári. Í júlí var ávöxtunin 17,95, sem var besti mánuður sjóðsins frá upphafi, og 12,16% í ágúst.

Boreas Capital Fund var nýlega skráður í vísitölu norrænna vogunarsjóða, The Nordic Hedge Fund Index. Við uppfærðan lista lítur út fyrir að Boreas Capital hafi náð bestum árangri þeirra 125 sjóða sem skráðir eru á listann á árinu 2009. Vísitalan sem telur alla sjóðina hefur hækkað um 9,97% á árinu.

Frank Pitt, einn stjórnenda sjóðsins, segir ekki annað hægt en að vera ánægður með þennan samanburð með svona mikla umframávöxtun í samanburði við 125 sjóði á Norðurlöndunum. „Að geta farið á móti markaðnum eins og fara með honum gefur tækifæri á að fá góða ávöxtun í hvaða árferði sem er, svo lengi sem við ákveðum rétta stefnu í hvert skipti.“

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir