Hætta á olíuskorti vegna lítillar fjárfestingar

Christophe de Margerie.
Christophe de Margerie. Reuters

Forstjóri olíufélagsins Total segir að hætta sé á olíuskorti eftir nokkur ár vegna þess að olíufélög haldi nú að sér höndum við fjárfestingar í olíuleit og vinnslu vegna fjármálakreppunnar.

„Ef við tökum ekki ákvarðanir nú verður þetta vandamál," sagði Christophe de Margerie í samtali við breska ríkisútvarpið BBC. „Það verður of seint eftir tvö til þrjú ár."

„Það er nóg af olíu en ef ekki er fjárfest í vinnslu kemst olían ekki á markað. „Við þurfum að taka ákvarðanir nú vegna framleiðslu á árunum 2010-2015."

De Margerie sagði einnig að olíuverð muni líklega hækka í yfir 100 dali tunnan en það er nú um 70 dalir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK