Stýrivextir áfram 12%

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum en þeir eru 12%. Er það í takt við spár greiningardeilda. Í stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og hins opinberra er miðað við að stýrivextir verði komnir í eins stafs tölu fyrir 1. nóvember.

Daglánsvextir lækka og uppboð boðað á innistæðubréfum

„Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að vextir lána gegn veði verði áfram 12% og vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verði áfram 9,5%, en að daglánavextir lækki úr 16% í 14,5%.

Seðlabanki Íslands hefur einnig ákveðið að halda uppboð á innstæðubréfum til 28 daga. Uppboðin verða haldin vikulega á miðvikudögum. Fyrsta uppboðið verður haldið miðvikudaginn 30. september næstkomandi.

Seðlabankinn býður út takmarkaða heildarfjárhæð og gagnaðilar bjóða í vexti, með 9,5% lágmarksvexti og 10% hámarksvexti. Á hverju uppboði verða seld innstæðubréf að andvirði 15 - 25 milljarðar króna. Þátttaka í uppboðunum og réttur til að eiga innstæðubréfin takmarkast við innlendar innlánsstofnanir. Hægt er að leggja þau að veði gegn lánum í Seðlabankanum. Að hámarki er hægt að gera tilboð í 50% þess magns sem er í boði," að því er segir á vef Seðlabanka Íslands.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði við mbl.is í gærkvöldi að ljóst sé að vaxtaákvörðun Seðlabankans í dag marki straumhvörf því ekki sé vaxtaákvörðunardagur næst fyrr en 5. nóvember.

Er þetta fyrsta stýrivaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, kemur að frá því að hann tók við sem seðlabankastjóri. Hann mun gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar á fundi með fjölmiðlum klukkan 11 í dag.
mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK