Kröfuhafar fá 22-36% upp í kröfur

BOB STRONG

Kröfuhafar Glitnis munu fá 22-36% upp í kröfur sínar, samkvæmt upplýsingum Bloomberg fréttastofunnar frá skilanefnd Glitnis. Bankinn var sá fyrsti sem ríkið yfirtók fyrir tæpu ári síðan.

Samkvæmt stofnefnahagsreikningi Íslandsbanka, sem birtur verður í dag, nema heildareignir bankans 629 milljörðum króna. Það er tæplega 30 prósentum lægri upphæð en bráðabirgðaefnahagsreikningur bankans, sem birtur var á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins 14. nóvember í fyrra, gerði ráð fyrir.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að eignir Íslandsbanka voru áætlaðar 885 milljarðar. Þessi munur skýrist af því að við endanlega ákvörðun um yfirfærslu á eignum var ákveðið að yfirtaka færri lán en gert hafði verið ráð fyrir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru það m.a. lán sem tengdust erlendri starfsemi með einhverjum hætti og svo stór lán sem fólu í sér of mikla áhættu fyrir hinn nýja banka.

Bloomberg hefur eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að helsta skýringin á því hvers vegna kröfuhafar fá ekki meira upp í eign sína sé sú að eignir bankans eru minni heldur en talið var.

 Af heildareignum bankans eru 477 milljarðar í útlánum. Sjóður og innstæður í Seðlabanka Íslands eru tæplega 54 milljarðar. Fjárfestingar í dótturfélögum eru samtals upp á rúmlega 11 milljarða króna. Lán til annarra fjármálafyrirtækja eru um 8,4 milljarðar. Um 32% af útlánum bankans eru til einstaklinga, 16% til sjávarútvegsfyrirtækja, 14% til fasteignafélaga, 11% til fjárfestingafélaga og 27% til annarra atvinnugreina.

Innlán bankans, sem teljast til skuldahliðar bankans, nema samtals um 424 milljörðum. Innlán fyrirtækja og einstaklinga nema um 372 milljörðum og innlán frá fjármálastofnunum 52 milljörðum. Aðrar skuldir eru upp á um 83 milljarða króna. Skuldabréf vegna samninga við Glitni nemur um 52 milljörðum en fellur niður kjósi kröfuhafar bankans að eignast 95% hlut í Íslandsbanka eins og þeim stendur til boða.

Grein Bloomberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK