Bandaríkjadollar hefur fallið í verði í framhaldi af fréttum þess efnis, að olíuríki við Persaflóa eigi í leynilegum viðræðum um að hætta nota dollar sem gjaldmiðil í olíuviðskiptum.
Að sögn breska blaðsins Independent hafa fulltrúar Sadui-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna einnig átt viðrðæður um málið við Rússa, Kínverja, Japani og Frakka.
Tillögur olíuríkjanna ganga út á að dregið verði úr notkun dollars sem gjaldmiðils í olíuviðskiptum á næstu níu árum og henni hætt að fullu við lok þess tímabils.