Vill herða bankareglur vegna Íslands

Turner lávarður, yfirmaður FSA, breska fjármálaeftirlitsins
Turner lávarður, yfirmaður FSA, breska fjármálaeftirlitsins

Turner lávarður, yfirmaður FSA, breska fjármálaeftirlitsins, vill herða reglur um starfsemi banka á milli landa. Að fjármálaeftirlit viðkomandi ríkis geti gripið inn í er bankar innan ríkja Evrópska efnahagssvæðisins (EES) hefja starfsemi í ríkinu. Í breska dagblaðinu Telegraph í dag miðar tillagan að því að koma í veg fyrir að Íslands-kreppan verði endurtekin.

Samkvæmt Turner eykur þetta vægi fjármálaeftirlits viðkomandi lands, ef litið er á þetta samkvæmt Icesave-reikningum Landsbankans, þá hefði breska fjármálaeftirlitið haft lokaorðið um hvort Landsbankinn hafi getað boðið upp á Icesave í Bretlandi. Það er breska fjármálaráðuneytið hefði meira vald heldur en það íslenska þrátt fyrir að Landsbankinn sé íslenskur banki.

Samkvæmt reglum Evrópusambandsins mega bankar allra 27 aðildarríkjanna starfa í hvaða landi sem er innan ESB. Lúta bankarnir eftirliti síns heimaríkis og eiga tryggingasjóðir þess lands að bera ábyrgð á innistæðum reikningseigenda. 

Segir í Telegraph að Ísland, sem aðili að EES-samningnum, einnig haft heimild til þess að bjóða upp á  bankaþjónustu í ríkjum ESB. Hins vegar hafi Ísland ekki átt sjóði til þess að styðja innistæðueignendur íslensku bankanna víða í ríkjum EES, þar á meðal í Bretlandi.

„Stórir bankar, jafnvel meðalstórir bankar frá litlum EES-ríkjum, geta verið of stórir til þess að hægt sé að bjarga þeim," segir Turner. Hann segir að í framtíðinni eigi gestaríkið að hafa möguleika á því að grípa inn og koma í veg fyrir starfsemi banka ef þeir telja að eftirlitsaðilar heimalandsins eru of veikburða til þess að greina veikleika viðkomandi banka.


mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK