Afkoma Intel umfram væntingar

Örgjörvi frá Intel
Örgjörvi frá Intel

Afkoma bandaríska örgjörvaframleiðandans Intel var betri á þriðja ársfjórðungi en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það hefur orðið til þess að auka á væntingar fyrirtækisins fyrir næsta fjórðung.

Hreinar tekjur námu 1,9 milljarði dollara, sem er 0,1 milljarði minna en á sama tímabili í fyrra. Heildartekjur lækkuðu einnig um 8% í 9,4 milljarða dollara, en greiningarfyrirtæki höfðu spáð því að þær myndu lækka í 9,1 milljarð.

Paul Otellini, forstjóri Intel, sagði nýlega, að einkatölvuframleiðsla væri að  rétta úr kútnum eftir kreppu. Fyrirtækið gerir nú ráð fyrir að velta á yfirstandandi fjórðungi verði 10,1 milljarður dollara vegna aukinnar eftirspurnar eftir einkatölvum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK