Sérstakur saksóknari fær fjóra menn

Ólafur Þór Hauksson.
Ólafur Þór Hauksson. mbl.is/Golli

Fjórir nýir starfsmenn bætast í hópinn eftir helgi hjá embætti sérstaks saksóknara, Ólafs Þórs Haukssonar. Þrír þeirra koma frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og einn frá embætti ríkislögreglustjóra.

Að sögn Ólafs Þórs er um tímabundnar ráðningar að ræða sem líklega verða framlengdar í ljósi aukinna og umsvifamikilla verkefna.

Alls eru nú 23 starfsmenn hjá embættinu en nýverið tóku þar til starfa þrír sjálfstæðir saksóknarar. 

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir