Hagnaður HS Orku 2,6 milljarðar

 Hagnaður HS Orku nam 2.641 milljón króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Allt árið í fyrra nam tap félagsins 4.744 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall var 23,0% en var 16,3% í upphafi ársins. 

Félagið hefur nú náð samkomulagi við NIB (Norræna fjárfestingabankann) og CEB (Þróunarbanka Evrópu) og samkomulag við EIB (Fjárfestingarbanki Evrópu) er á lokastigi. Í samræmi við samkomulagi munu bankarnir afsala sér rétti til gjaldfellingar vegna brota á upphaflegum fjárhagsskilyrðum í ákveðin tíma og skipta þeim út fyrir ný fjárhagsskilyrði til skamms tíma. Lánasamningar með brotin fjárhagsskilyrði eru sett fram til samræmis við upphafleg samningsákvæði, að því er segir í tilkynningu.

Frá upphafi reikningsskilatímabilsins hefur álverð hækkað þannig að framtíðarvirði álverssamninga (gangvirðisbreytingar innbyggðra afleiða) hefur hækkað um rúmlega 2,2 milljarða. Á móti kemur gengistap á sama tíma um 1,2 milljarða kr.     

Samkvæmt yfirliti um heildarafkomu námu rekstrartekjur HS Orku hf. á tímabilinu 4.357 millj. kr., en voru 5.425 millj. kr. á allt árið áður, að því er segir í tilkynningu.

 Í júlí 2009 seldi félagið land og hitaréttindi til Reykjanesbæjar. Söluverðmætið nam 854 millj. kr. og söluhagnaður nam 784 millj. kr. Annar rekstrarkostnaður nam 382 millj. kr. samanborið við 376 millj. kr. allt árið áður. Meðal annars rekstrarkostnaðar er virðisrýrnun óefnislegra eigna að fjárhæð 142 millj. kr. Annar rekstrarkostnaður án virðisrýrnunar nam 240 millj. kr.

Vegna núverandi markaðsaðstæðna búast stjórnendur félagsins við að framtíðarverkefnum félagsins verði frestað og eftir mat endurheimtanlegrar fjárhæðar þróunarkostnaðar virðisrýrði félagið að fullu þróunarkostnað vegna Hallkellshóla.

Samkvæmt efnahagsreikningi eru eignir HS Orku hf. þann 30. september 2009 bókfærðar á 37.750 millj. kr. Eignir hækkuðu um 871 millj. kr. frá ársbyrjun. Skuldir HS Orku hf. nema 28.774 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, þar af eru skammtímaskuldir 5.581 millj. kr. Skuldir hafa lækkað um 1.770 millj. kr. frá áramótum. Af því nemur lækkun langtímaskulda 7 millj. kr.

Skammtímaskuldir lækka um 1.762 millj. kr., sem skýrist að mestu leyti af greiðslu vaxtaberandi skammtímalána og greiðslu skammtímaskulda vegna framkvæmdakostnaðar. Félagið uppfyllir ekki fjárhagsskilyrði í lánasamningum um lágmarks eiginfjárhlutfall og rekstrarhlutföll.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK