Nýtt nafn á Kaupþing?

Kaupþing að skipta um nafn í dag?
Kaupþing að skipta um nafn í dag? mbl.is/Ómar

Starfsmönnum Nýja-Kaupþings hefur verið boðið til kynningar í Hafnarhúsinu í Reykjavík síðdegis, þar sem kynna á nýtt nafn á bankanum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Upplýsingafulltrúi bankans, Berghildur Erla Bernharðsdóttir, vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Berghildur sagðist heldur ekki geta staðfest að stjórnarfundur bankans stæði yfir, þar sem þessi mál væru rædd meðal annarra. Orðrómur hefur verið um það meðal starfsmanna bankans að undanförnu að í vændum sé nafnabreyting, en nýtt nafn sé aðeins á vitorði æðstu stjórnenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir