Þung spor Alistairs Darling

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands.
Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands. Reuters

Fjármálaráðherra Bretlands, Alistair Darling, mun í vikunni tilkynna ráðuneytum og opinberum stofnunum að ekki sé til meira fé í ríkiskassanum og því verði sett útgjaldabann í þrjú ár. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Times í dag.

Times segir þetta erfiðustu skilaboð sem ráðherra hefur þurft að færa í Bretlandi frá því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varð að koma breskum stjórnvöldum til aðstoðar á áttunda áratug síðustu aldar.

Þetta þýði að öll laun verði fryst hjá hinu opinbera og fjöldi opinberra starfsmanna muni missa vinnuna. Þetta samsvari því að dregið verði úr eyðslu sem nemur 40 milljörðum punda, 8.122 milljarða króna.

Times vísar til fréttar frá breska greiningarfyrirtækinu, Centre for Economics and Business Research (CEBR), um að Bretland, sem var fjórða stærsta hagkerfi heims árið 2005, sé nú komið í sjöunda sæti. Á eftir Bandaríkjunum, Kína, Japan, Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu.

Samkvæmt spá CEBR verði Bretlandi ekki meðal tíu stærstu hagkerfa heims árið 2015. Í stað Bretlands verði ríki eins og Rússland, Brasilía, Indland og Kanada inni á þeim lista. Lítill hagvöxtur og veikt pund muni bera ábyrgð á versnandi stöðu Bretlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK