Stýrivextir lækka í 10%

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar Óskarsson

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans. Verða vextir á sjö daga veðlánum, hinir eiginlegu stýrivextir bankans, lækkaðir úr 11% í 10%. Er þetta meiri lækkun en greiningardeildir höfðu spáð. Daglánavextir lækka um 1,5 prósentu í 11,5%.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti á viðskiptareikningum innlánsstofnana um 0,5 prósentur í 8,5%. Seðlabankinn mun áfram efna til útboða á innstæðubréfum til 28 daga með 9,75% hámarksvöxtum, en í því felst 0,5 prósentna lækkun hámarksvaxta innstæðubréfa.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði stýrivexti sína úr 12% í 11% í síðasta mánuði.

Í Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka í gær kom fram að líklegt væri að Seðlabankinn lækki innlánsvexti um 25 punkta í dag.

Greining Íslandsbanka reiknaði með því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands myndi halda vöxtum bankans óbreyttum að þessu sinni. Næsti vaxtaákvörðunarfundur peningastefnunefndarinnar er 27. janúar og taldi Greining Íslandsbanka að nefndin myndi ákveða að lækka vexti þá.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka