Madoff færður á sjúkradeild

Madoff í fylgd lögreglumanna meðan á réttarhöldunum stóð.
Madoff í fylgd lögreglumanna meðan á réttarhöldunum stóð. reuters

Fjármálamaðurinn Bernie Madoff, sem afplánar 150 ára fangelsisdóm, hefur verið færður yfir í sjúkraálmu fangelsins. Þangað var hann fluttur fyrir viku.

Talskona Butner-betrunarhælisins í Norður-Karólínu vill einungis staðfesta að Madoff hafi verið færður úr venjulegum fangaklefa yfir á sjúkradeildina. Að öðru leyti neitaði hún að tjá sig frekar um ástand hans.

Madoff, sem er 71 árs, gekkst við sekt sinni, en hann var ákærður fyrir að hafa haft um 65 milljarða dollara af þúsundum viðskiptavina sinna með sviksamlegum hætti og misheppnuðum fjárfestingum.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK