Fyrirtækjum mismunað

Samkvæmt nýjum lögum er rekstrarformum fyrirtækja og félaga mismunað. Hagnaður er í sumum tilvikum skattlagður að fullu innan félagsins og í sumum tilfellum þegar hann er greiddur út sem arður. Þetta hefur reyndar alltaf verið, en nýlegar breytingar fela það í sér að hluta arðs einkahlutafélags beri að skattleggja sem launatekjur, en það á ekki við um rekstrarform eins og samlagsfélag.  Kom þetta fram í máli Völu Valtýsdóttur á skattadegi Deloitte í dag.

Vala velti því fyrir sér hvort slík mismunun sé eðlileg. Hafi menn haft áhyggjur af því að eigendur einkahlutafélaga hafi ekki reiknað sér nægilega há laun hefði verið heppilegra að leggja meiri áherslu á að fylgja því eftir að það væri gert í stað þess að hækka með þessum hætti skatta á arðgreiðslur.

Ofan á það telur Vala að orðalag reglugerðar, sem birt er með stoð í lögunum, gangi lengra en rammi laganna gerir ráð fyrir. Þá sé formgalli á reglugerðinni, sem birt var af fjármálaráðherra þann 30. Desember. Samkvæmt lögunum á Ríkisskattstjóri hins vegar að setja reglurnar og því eru þær ekki gildar.

Skattaðilar muni nú leita leiða til að lágmarka skattgreiðslur og munu margir stofna fleiri samlags- eða sameignarfélög. Kostir við það er hve auðvelt er að greiða út hagnað úr slíkum félögum, þar sem hann verður ekki skattlagður meira þegar hann hefur á annað borð verið skattlagður. Hingað til hefur kerfið verið þannig sett upp að eftir útgreiðslu arðs sé skattlagning á hagnaði félaganna jafn mikill á einkahlutafélag og samlagsfélag. Vegna nýrra reglna um að hluta arðs úr ehf. Skuli skattleggja sem laun hækkar raunveruleg skattprósenta á ehf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK