Óráð að hækka skatta í kreppu

Ragnar Árnason.
Ragnar Árnason. Jim Smart

Nú stendur yfir dýpsta kreppa frá stofnun lýðveldisins, að mati Ragnars Árnasonar, prófessors, en hann benti í máli sínu á Skattadegi Deloitte á að hér hafi brunnið upp miklar eignir, heill geiri atvinnulífsins sé nánast horfinn og aðgengi að erlendu lánsfé sé nánast ekkert.

Á meðan einstaklingar og fyrirtæki eru að berjast við þessa eignarýrnun auk óvissuástands í efnahagsmálum megi búast við því að eftirspurn eftir vörum og þjónustu minnki og umsvif í hagkerfinu sömuleiðis. Við það bætist að endanleg hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins gæti verið á bilinu 500-2.000 milljarðar króna og að vaxtabyrði af slíkum skuldum geti étið upp ansi myndarlegan hagvöxt. Vextir og afborganir ríkisins næstu 15 ár verði á bilinu 50-100 milljarðar krónar og það fé verði ekki notað í annað og því muni eftirspurn hins opinbera eftir vörum og þjónustu minnka.
Þessir þættir herði á kreppunni og séu efniviður í langvarandi kreppu og jafnvel greiðsluþrot ríkisins, þar sem erfiðara verður fyrir ríkið að afla tekna við aðstæður sem þessar.

Eina sjáanlega leiðin úr vanda Íslands er að mati Ragnars umtalsverður hagvöxtur, en náist hann ekki er endastöðin í augsýn.

Til að ná fram nægilegum hagvexti þarf fjárfesting í fjármunum og mannauði að aukast og framtak og nýsköpun sömuleiðis. Það verði aðeins gert með því að lækka skatta eða halda þeim að minnsta kosti óbreyttum frá því sem var fyrir hrun. Mikið óheillaspor sé að hækka skatta við núverandi aðstæður. Hvetja þurfi fjárfesta til að festa fé sitt í atvinnuvegunum og atvinnufært fólk til vinnu. Það verði ekki gert með því að hækka jaðarskatta á laun og gera fjárfestingu erfiðari með hærri sköttum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK