Vara við fyrningarleið

mbl.is

„Stjórnir Útvegsmannafélags Snæfellsness og Smábátafélagsins Snæfells vara við öllum hugmyndum stjórnvalda um fyrningu aflaheimilda. Ljóst er að þær munu leiða til fjöldagjaldþrots í atvinnugreininni eins og skýrsla endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte frá síðasta ári sýnir glögglega," segir í ályktun sem samþykkt var á sameiginlegum fundi stjórnanna í gær.

Þetta kemur fram á vefsíðu Landssambands íslenskra útvegsmanna, liu.is. Sem kunnugt er hafa núverandi stjórnvöld á stefnuskrá sinni að innkalla veiðiheimildir um 5% á ári frá og með 1. september næstkomandi.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir