Fjárfestar grípa til varna

Fjárfestar kaupa sér varnir gegn mögulegu greiðslufalli fullvalda ríkja í fimmfalt meira mæli en varnir gegn greiðslufalli fyrirtækja. Þessa þróun má rekja til vaxandi ótta fjárfesta um að stjórnvöld muni á endanum lenda í erfiðleikum með fjármagna hallarekstur sinn sem víðast hvar á Vesturlöndum hefur aukist gríðarlega að undanförnu vegna efnahagsaðgerða vegna fjármálakreppunnar.

Samvæmt Bloomberg-fréttaveitunni velta með skuldatryggingar 54 fullvalda ríkja aukist um ríflega 14% frá því í október í fyrra. Á sama tíma hefur velta með skuldatryggingar á skuldabréf annarra útgefanda aðeins aukist um 2,6%. Mesta veltan er með skuldatryggingar á ríki í Evrópu. Velta með skuldatryggingar á portúgalska ríkið jókst um 23% á tímabilinu og nam aukningin á það spænska 16%. Þrátt fyrir að fjárhagserfiðleika gríska ríkisins hafi verið í brennidepli að undanförnu þá nam aukningin á veltu skuldatrygginga þess aðeins um 5% á tímabilinu en líkum má leiða að því að fjárfestar hafi verið í miklu mæli búnir að kaupa sér varnir gegn mögulegu greiðslufalli þess.

Umfjöllun Bloomberg byggir á göngum frá uppgjörshúsinu Depository Trust & Clearing Corp og samkvæmt þeim hafa fjárfestar að undanförnu í auknu mæli farið að kaupa sér varnir gegn mögulegu greiðslufalli einstakra fyrirtækja. Sem kunnugt er hefur ávöxtunarkrafa á skuldabréf fyrirtækja almennt farið lækkandi frá því í mars fyrirtækja og hefur bilið á milli hennar og ávöxtunarkröfu á skuldabéf þeirra ríkja sem helst eru höfð til viðmiðunar þegar litið er til vaxtakjara ekki verið lægri síðan í desember árið 2007. Aukin velta með skuldatryggingar á fyriræki kann því að vera til marks um að þróunin að undanförnu kunni að vera að ganga til baka.

Endurspeglar þetta viðvörun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í vikunni um að þrátt fyrir að stjórnvaldsaðgerðir hafi afstýrt heimskreppu og hagvaxtarhorfur víðast hvar séu að batna standi fjármálakerfi heimsins á viðkvæmum grunni. Helstu ástæður þessa eru að sögn AGS að eiginfjárstaða helstu fjármálafyrirtækja er enn ekki nægilega sterk og stórir gjalddagar skammtímalána eigi eftir að hellast yfir þau á næstu árum. Auk þess óttast sjóðurinn að mikil skuldasöfnun fullvalda ríkja kunni að verða til þess að einstaka ríki kunni að lenda í greiðslufalli og ef það gerist ekki þá sé eigi að síður að skuldasöfnunin hafi veigamikil ruðningsáhrif á einkageirann og leiði á endanum til hækkandi fjármagnskostnaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK