Iceland-arðurinn 2007 fjármagnaður af Landsbanka

Iceland verslun í Englandi.
Iceland verslun í Englandi.

Í apríl 2007 seldi Icebox Holding öll hlutabréf Iceland til Iceland Food Stores Limited á 560 milljónir punda. Landsbankinn lánaði fyrir helmingi kaupverðs en bæði félög voru í eigu sömu aðila.

Icebox   Holding, sem var eignarhaldsfélag í eigu Baugs Group, Fons, Milestone og stjórnenda Iceland utan um Iceland-verslanakeðjuna, hagnaðist um 280 milljónir punda þegar verslanakeðjan Iceland var seld til annars félags í þeirra eigu. Félagið Iceland Food Stores Limited, sem var einnig í eigu hluthafa Icebox Holding, keypti félagið á 560 milljónir punda í apríl 2007, en Landsbankinn fjármagnaði kaupin að hálfu. Rekstur Iceland var skuldlaus á þessum tíma, en eftir að Iceland Food Stores Limited keypti þyngdist skuldabyrðin umtalsvert, eða um 280 milljónir punda.

Greint var frá því á forsíðu viðskiptahluta Fréttablaðsins þann 11. apríl 2007 að eigendur Iceland hefðu fengið 39 milljarða króna greidda í arð. Ljóst er að Landsbankinn fjármagnaði þá arðgreiðslu að fullu. Á þeim tíma sem gerningurinn átti sér stað átti Baugur 31% í Iceland og fékk 12 milljarða í sinn hlut, Fons átti 25% og fékk 11,3 milljarða, Milestone átti 10% og fékk 3,9 milljarða. Loks áttu Malcolm Walker og aðrir stjórnendur um 20% og fengu 7,8 milljarða króna. Í kjölfar færslunnar á Iceland-rekstrinum til Iceland Food Stores Limited minnkaði Walker lítillega við sig í félaginu, en aðrir stjórnendur auk Fons juku sinn hlut á móti.

Rekstur Iceland gekk afar vel á þessum tíma, en félagið hafði greitt niður allar skuldir og safnað 100 milljarða eigin fé á þegar salan frá Icebox fór fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK