Olíuverð hækkar enn

Heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að hækka í dag og fór tunnan á hráolíu hæst í 80,51 dal á NYMEX markaðnum í New York. Helstu skýringar á háu olíuverði nú er verkfall hjá franska olíufélaginu Total og ótti vegna kjarnorkuframleiðslu Írana.

Í Lundúnum hækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 22 sent og er 78,41 dalur tunnan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir