Moody's: Íslenska ríkið á leið í ruslflokk

Fjármálaráðuneytið
Fjármálaráðuneytið Reuters
Matsfyrirtækið Moody's segir að miklar líkur sé á því að lánshæfismat ríkisins verði fært í ruslflokk þar sem að viðræður stjórnvalda við bresk og hollensk stjórnvöld um lausn Icesave-deilunnar hafi siglt í strand. Sú staðreynd geri lausn efnahagsvandans hér á landi torveldari.

Dow Jones-fréttaveitan segir að sérfræðingar Moody's séu á þeirri skoðun að nú séu líkur á því að greiðslur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til ríkisins dragist á langinn og það grafi undan stöðu hagkerfisins og kunni jafnvel að leiða til pólitísks óstöðugleika. Fram kemur í umfjöllun fréttaveitunnar að matsfyrirtækið hafi ekki lækkað lánshæfismatið í kjölfar ávörðunar forsetans um að staðfesta ekki ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingunum á dögunum þar sem að það hafi ekki verið tímabært. Sérfræðingar Moody'ðs hafi meti það svo að hagsmunir íslenskra stjórnvalda fælust í því að ná samningum um lausn Icesave-deilunnar. Það mat hafi verið byggð á bjartsýni.

Samkvæmt Moody's kann höfnun í þjóðaratkvæðagreiðslan á Icesave-ríkisábyrgðinni að leiða til þess að greiðslur á erlendum lánum frá AGS og Norðurlöndum tefjist og það kunni að draga úr trúverðugleika krónunnar og tefja enn frekar afnám gjaldeyrishafta. Þetta mun leiða til þess að óvissan um pólitískar og efnahagslegar horfur hér á landi dragist frekar á langinn.


mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir