Besta ár í sögu norska olíusjóðsins

Olíuborpallur Statoil á Heiðrúnarsvæðinu í Norðursjó.
Olíuborpallur Statoil á Heiðrúnarsvæðinu í Norðursjó. mbl.is/statoil

Þrátt fyrir efnahagssamdráttinn í heiminum var síðasta ár það besta í sögu fjárfestinga sjóðsins í útlöndum, að sögn stjórnenda sjóðsins í gær.

Hagnaður olíusjóðsins á síðasta ári nam 613 milljörðum norskra króna, sem svarar rúmum 13.000 milljörðum íslenskra, að sögn fréttavefjar norska ríkisútvarpsins. Árið áður tapaði sjóðurinn um 633 milljörðum norskra króna, þannig að með hagnaðinum á síðasta ári hefur sjóðurinn unnið að mestu upp tapið.

„Langtímarekstraráætlun sjóðsins hefur orðið til þess að við höfum komið vel út úr kreppunni,“ sagði Yngve Slyngstad, forstjóri olíusjóðsins. Hann bætti við að gengi hlutabréfa í eigu sjóðsins hefði hækkað meira en búist hefði verið við.

Fréttavefur Aftenposten hefur eftir Slyngstad að ákveðið hafi verið árið 2007, áður en efnahagssamdrátturinn hófst, að nota ætti 60% af fjármunum hans til að kaupa hlutabréf, í stað 40% áður. Þessi ákvörðun var heppileg fyrir sjóðinn því hann jók kaup sín á hlutabréfum þegar gengi þeirra var lágt.

Eignir olíusjóðsins eru nú áætlaðar um 2.500 milljarðar norskra króna, eða sem svarar 55.000 milljörðum íslenskra.

Umdeildar fjárfestingar

Sérstakt ráð á vegum sjóðsins metur hvort fjárfestingar samræmist siðareglum hans. Hann hefur ekki mátt fjárfesta í 49 fyrirtækjum, m.a. tóbaksfyrirtækjum, Boeing, Wal-Mart og ísraelska fyrirtækinu Elbit.

Olíusjóðurinn hefur þó verið gagnrýndur fyrir að halda áfram að fjárfesta í umdeildum fyrirtækjum. Hann hefur t.a.m. aukið fjárfestingar sínar í átta fyrirtækjum sem hafa unnið með herforingjastjórninni í Búrma. Sjóðurinn hefur einnig haldið áfram að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum með starfsemi í Vestur-Sahara sem Marokkó hernam fyrir meira en þremur áratugum. Þá hefur sjóðurinn verið gagnrýndur fyrir að fjárfesta í fyrirtæki í Hong Kong sem er sakað um að eyða regnskógum í löndum sem það starfar í. bogi@mbl.is

Í hnotskurn
» Svein Gjedrem, seðlabankastjóri Noregs, sagði að olíusjóðurinn ætti nú um 1% af öllum hlutabréfum í heiminum, en fyrir ári átti hann 0,8% hlutabréfanna. Sjóðurinn á 1,8% hlutabréfa á evrópskum mörkuðum.
» Olíusjóðurinn á hlutabréf í meira en 8.000 fyrirtækjum í heiminum, en hlutur hans í fyrirtækjunum er oftast undir einu prósenti.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK