Lánin færð yfir á hálfvirði

Lán til viðskiptavina voru færð á meira en helmingsafslætti yfir í nýju bankana í október 2008. Þetta kemur fram í uppgjörum NBI (Landsbankans), Íslandsbanka og Arion-banka fyrir síðustu mánuði ársins 2008.

Mest er afskriftin hjá Arion-banka, en í uppgjörinu kemur fram að bókfært virði útlána og krafna á viðskiptavini bankans hafi verið ríflega 1.230 milljarðar króna þegar lánin voru færð frá Kaupþingi til nýja bankans. Lánin eru hins vegar færð til bókar á 384 milljarða króna.

Einnig kemur þar fram að lán til einstaklinga hafi numið um 11% af heildarlánum til viðskiptavina, eða um 37 milljörðum króna, miðað við virði þeirra á bókum bankans í lok árs 2008. Um 75% þeirra lána eru sögð vera í skilum.

Sjá ítarlega umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK