LBI leysir til sín eignir Nordic Partners

Hótel D´Angleterre
Hótel D´Angleterre

Landsbanki Íslands hf. (LBI) er að leysa til sín allar eignir Nordic Partners. Athafnamaðurinn Gísli Þór Reynisson stofnaði félagið árið 1996. Meðal þekktustu eigna Nordic Partners er Hotel D'Angleterre í Kaupmannahöfn en auk þess á félagið meðal annars tvö önnur hótel þar í borg og fimm Dornier þotur.

Stjórnendateymi í Lettlandi undir forystu Daumants Vitols forstjóra félagsins í Lettlandi, eignast 51% hlutafjár í dótturfélagi Nordic Partners í Eystrasaltsríkjunum og Póllandi, NP Limited. Það félag starfar einkum í matvælaiðnaði og fasteignarekstri, samkvæmt upplýsingum frá LBI.

Hótel ekki seld strax

Hótelin í Danmörku verða rekin áfram og ekki eru áform um að selja þau með hraði, heldur bíða átekta eftir því að markaðsaðstæður batni og betra verð fáist fyrir þau. Sama gildir um þoturnar, samkvæmt upplýsingum frá LBI.

Markaðsaðstæður í Lettlandi eru mjög erfiðar og það er mat bankans að mestir möguleikar á endurheimtum felist í þeirri leið að láta heimamenn leiða uppbygginguna. Með því móti séu hagsmunir kröfuhafa best tryggðir.

Bankinn mun tapa umtalsverðum fjárhæðum á Nordic Partners

Fyrir liggur að LBI hf. mun líklega tapa umtalsverðum fjárhæðum vegna Nordic Partners eignanna, samkvæmt upplýsingum frá bankanum.

Þær hafa rýrnað í verði í hruninu eins og almennt hefur gerst. Sumar þeirra voru einnig keyptar á háu verði. Hve tapið verður miklið á endanum er erfitt að meta núna, það kemur í raun ekki í ljós fyrr en að búið er að selja allar eignir og gera dæmið upp í lokin. Erfiðust er staðan í Lettlandi vegna aðstæðna á heimamarkaði og búast má við að það muni taka lengstan tíma að losa um eignirnar þar, samkvæmt upplýsingum frá NBI.

Haft er eftir Vitols í fréttatilkynningu að engar breytingar verði gerðar á stjórnendateymi félagsins eftir þessi eigendaskipti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK