Verðbólgan mælist 8,5%

Bensínstöðvar í Kópavogi
Bensínstöðvar í Kópavogi Ómar Óskarsson

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í mars hækkaði um 0,55% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis  hækkaði um 1,05% frá febrúar.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,5% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 12,0%. Er hækkunin í takt við væntingar markaðarins. Í febrúar mældist tólf mánaða verðbólga 7,3% og í janúar var hún 6,6%.

Vetrarútsölum er víðast lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 7,1% (vísitöluáhrif 0,41%). Verð á bensíni og díselolíu hækkaði um 4,1% (0,22%).

Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 2,0% (-0,25%). Þar af voru -0,2% áhrif af lækkun markaðsverðs og 0,05% vegna lækkunar raunvaxta.

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,4% sem jafngildir 5,7% verðbólgu á ári (10,1% fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í mars 2010, sem er 362,9 stig gildir til verðtryggingar í maí 2010. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 7.165 stig fyrir maí 2010, samkvæmt frétt Hagstofu Íslands.

Hér er hægt að skoða undirflokka vísitölunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK