Björgólfur biðst afsökunar

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. Ásdís Ásgeirsdóttir

„Ég bið Íslendinga afsökunar á að hafa ekki staðið mig betur.“ Þetta segir Björgólfur Thor Björgólfsson kaupsýslumaður í niðurlagi greinar sem hann skrifar í Fréttablaðið í dag.

Björgólfur segist biðja alla Íslendinga afsökunar á sínum þætti í eigna- og skuldabólunni sem leiddi til hruns íslenska bankakerfisins. „Ég bið ykkur afsökunar á andvaraleysi gagnvart þeim hættumerkjum sem hrönnuðust upp. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki auðnast að fylgja hugboði mínu þegar ég þó kom auga á hættuna. Ég bið ykkur afsökunar.“

Björgólfur segist fagna útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengda atburði. „Eigna- og skuldabólan, sem reis líklega hærra á Íslandi en á nokkru öðru byggðu bóli, og hrun fjármálakerfis og gjaldmiðils landsins í kjölfarið, afhjúpa með afgerandi hætti veikleika íslensks efnahagslífs. Gallarnir eru svo augljósir og djúpstæðir að dapurlegt er að heyra menn halda því fram að allt sem að þeim sneri hafi verið í allra besta lagi. Ekkert hafi mátt gera betur. Slíkar yfirlýsingar í rústunum miðjum bera vott um sama ábyrgðarleysið og leiddi til hrunsins,“ segir Björgólfur í greininn.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir