Lífeyrisgreiðslur lækka

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er í Húsi verslunarinnar.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna er í Húsi verslunarinnar.

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur ákveðið að leggja til við aðildarsamtök sjóðsins að lækka greiðslur til lífeyrisþega um  10% frá og með 1. júlí 2010 og að áunnin lífeyrisréttindi sjóðfélaga verði lækkuð um 10% frá 1. janúar 2010.

Þessi ráðstöfun er bein afleiðing yfirstandandi fjármálakreppu sem því miður hefur komið niður á ávöxtun eigna sjóðsins.
Tryggingafræðileg athugun á sjóðnum, sem miðuð var við árslok 2009, leiddi í ljós að heildareignir sjóðsins, samanborið við heildarskuldbindingar hans, eru neikvæðar um 10,8%. 

Lög um starfsemi lífeyrissjóða  mæla fyrir um að eignir þeirra og skuldbindingar til framtíðar þurfi að standast á, þó heimilt sé að víkja frá því tímabundið.  Því er ljóst að lagfæra þarf tryggingafræðilega stöðu sjóðsins og endurskoða lífeyrisréttindi og lífeyrisgreiðslur, eins og nú hefur verið lagt til. Í fréttatilkynningu frá sjóðnum segir að vel hafi tekist að laga sjóðinn að breyttu efnahagsumhverfi, því nafnávöxtun ársins 2009 nam 10,0% sem svarar til 1,2% ávöxtunar umfram verðbólgu.

Lífeyrisgreiðslur ráðast einkum af iðgjöldum,  raunávöxtun, lífaldri sjóðfélaga og örorkutíðni.   Lífeyrisgreiðslur frá sjóðnum hafa hækkað meira en sem nemur hækkun launavísitölu síðastliðinn áratug.  Lækkun lífeyrisgreiðslna um 10% samsvarar því hækkun lífeyrisgreiðslna vegna verðtryggingar ársins 2009 og það sem af er árs 2010. 

Á tímabilinu 1997 til ársins 2009 voru lífeyrisréttindi sjóðfélaga hækkuð í þremur áföngum um 21,1% umfram verðlagsbreytingar.  Eftir lækkunina nú nemur þessi hækkun 9% þrátt fyrir áhrif fjármálakreppunnar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK